Kaupandi staðfestir skilmála með staðfestingu á kaupum.

Almennt
Sólminningar ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

1. Skilmálar
Skilmálar þessir gilda um sölu á vörum og þjónustu Sólminningar ehf. til neytanda. Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál.

2. Skilgreiningar
Seljandi er Sólminningar ehf. kt. 480421-0860. Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem kaupandi á reikning. Kaupandi verður að vera að minnsta kosti 16 ára til að versla í netverslun Sólminninga ehf.

3. Ferli
Áður en framleiðsla hefst þá fær kaupandi tölvupóst með uppsetningu sem kaupandi þá samþykkir og eða hafnar, athugið að eftir að samþykki hefur borist fyrir uppsetningu að þá er hún bindandi milli beggja aðila. Eftir að samþykki berst að þá hefst framleiðsla á vöru.

4. Skilaréttur og afpöntun.
Skilaréttur - ekki er mögulegt að skila vörum sem eru sérsniðnar. Pöntun er bindandi beggja aðila.
Afpöntun – Mögulegt er að afpanta vöru áður en framleiðsla hefst. Framleiðslutími er gefinn upp við staðfestingu á uppsetningu.

5. Vöruverð
Verð hverrar vöru er sýnilegt í vörulistanum. Einnig sést það þegar varan er valin í innkaupakörfuna.Verð er tilgreint með VSK.
Verð, myndir og vörulýsingar á netinu og í vörulista eru birtar með fyrirvara um villur. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar. Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.
Sólminningar áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og að hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun.
Ef þig vantar frekari upplýsingar, sendu okkur póst á solminningar@solminningar.is

6. Persónuvernd/trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði með allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin og eru þær eingöngu nýttar til að ljúka viðkomandi viðskiptum. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Upplýsingar um greiðslukortanúmer koma ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu.

7. Afhending
Hægt er að fá pöntunina senda gegn gjaldi og er sá valmöguleiki á greiðslusíðunni og bætist sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils. Póstsendum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Sólminningar ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Sólminningar til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Einnig er mögulegt að sækja vörur eftir samkomulagi.

8. Öryggi
Það er 100% öruggt að versla hjá solminningar.is. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni.

9. Greiðslumöguleikar
Boðið er uppá nokkrar greiðsluleiðir. Í boði er að greiða með öllum helstu greiðslukortum og millifærslu.

10. Millifærsla
Ef valið er að greiða með millifærslu er óskað eftir því að staðfestingu á greiðslu verði send á netfangið: solminningar@solminningar.is

11. Lög og varnarþing
Samningar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi.

12. Fyrirtækjaupplýsingar
Sólminningar ehf. 
Sýningarsalur: Eyrartröð 16, 220 Hafnarfjörður
Sími: 851-1175
Netfang: solminningar@solminningar.is
VSN númer: 142196